Valur og ÍBV eigast við þriðja sinni í kvöld í úrslitviðureign Olísdeildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Seinni bylgjan hitar upp fyrir leikinn frá kl. 18:50 og gerir svo upp leikinn að honum loknum.

Til að tryggja sér íslandsmeistaratiltilinn þarf að vinna þrjá leiki en hvort lið hefur unnið eina viðureign áður en flautað er til leiks í þriðja leik þeirra í kvöld.
Leið Vals í úrslitinn var þannig að í 8-liða úrslitum mættu þeir Fram og unnu þá í tveimur leikjum. Selfoss var mótherji Vals í undanúrslitum og sigruðu Valsmenn það einvígi í þremur leikjum.

ÍBV byrjaði á að mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum og sló þá út í tveimur viðureignum. ÍBV mætti svo Haukum í undanúrslitum og endaði sú rimma 3 -1 fyrir ÍBV.

Miðasala á leikinn í kvöld er í Stubbur app.