Selfoss er komið 1-0 yfir í einvíginu á móti FH eftir dramatískan sigur þar sem grípa þurfti til framlengingar að loknum venjulegs leiktíma. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði FH undirtökunum og komst mest í 5 marka forystu. Heimamenn gáfust þó ekki upp, komu hægt og rólega til baka og jöfnuðu leikinn rétt fyrir leikslok, 28-28. Ekki er hægt að segja að liðin hafi spilað varfærnislega í framlengingunni því alls voru skoruð 14 mörk þar sem heimamenn höfðu betur 8-6 og samtals 36-34. Selfoss leiðir því einvígið eftir magnaðan fyrsta leik 1-0. 

Frábær skemmtun að baki og nú er bara að bíða eftir næsta leik sem fer fram í Kaplakrika á laugardag kl. 17.30.