ÍBV er komið í 1-0 eftir dramatískan sigur á Haukum í kaflaskiptum leik. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn en Haukar gáfust þó aldrei upp og náuð að jafna úr stöðunni 15-10 í 15-15. Eftir það skiptust liðin á að ná forystu en það voru Eyjamenn sem hrósuðu þó sigri að lokum eftir gríðarlega spennandi lokamínútur 24-22. 

Einvígið fer frábærlega af stað, tvö jöfn lið og það verður ekkert gefið eftir í næstu leikjum. Vegna þátttöku Eyjamanna í Evrópukeppni þá mun líða nokkur tími þangað til liðin mætast að nýju, en leikur tvö fer fram í Hafnarfirðinum fimmtudaginn 3. maí og hefst kl. 19.30.

Í kvöld mætast svo hin liðin í undanúrslitum, Selfoss og FH, í fyrsta leik liðanna um sæti í úrslitum. Leikurinn hefst kl. 19.30 á Selfossi.