Olís karla | Víkingur og Kría í úrslitarimmuna

Oddaleikir í undanúrslitum í umspili um laust sæti í Olísdeild karla fóru fram í kvöld.

Víkingur og Hörður mættust í Víkinni og sigruðu Víkingar 39 – 32, Fjölnir og Kría mættust í Dalhúsum og sigraði Kría 31 – 25. Það er því ljóst að Víkingur og Kría eigast við í úrslitarimmu um laust sæti í Olísdeildinni sem hefst í Víkinni laugardaginn 29. maí nk. kl. 14:00.