Úrslitakeppnir Olís deildanna halda áfram í kvöld með þremur leikjum sem allir verða í beinni útsendingu.

Í Vodafone höllinni mætast Valur og ÍBV í tvennu og hefst kvennaleikurinn kl.17.45 og karlaleikurinn kl.19.45. RÚV mun koma til með sýna beint frá báðum leikjunum og verður fyrri leikurinn sýndur beint á RÚV Íþróttir og sá seinni á RÚV.

Þá mætast FH og Haukar í Kaplakrika kl.19.45. RÚV verður með myndavél á leiknum og mun skipta yfir í beina útsendingu þaðan þegar þurfa þykir á aðalrás en leikurinn í heild sinni verður í beinni á www.ruv.is/beint.