Ég undirritaður vil biðjast afsökunar á orðum sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla. Þar tjái ég mig opinskátt um dómarapar leiksins og þeirra framistöðu. Það er engum til hagsbóta í íþróttinni að slík orð séu látin falla. Ég skil ef slík orð geta verið meiðandi fyrir þá einstaklinga sem dæmdu leikinn, bak við hvern dómara og þjálfara eru manneskjur og það ber að virða. 

Mistök eru til að læra af þeim og það ætla ég mér að gera. Eftir samtal við formann dómaranefndar hef ég einnig heyrt í dómurum leiksins og beðið þá afsökunar. Allir vorum við sammála um að horfa fram veginn.

Með handboltakveðju,

Kristinn Guðmundsson