Ég, undirritaður, harma að orð þau sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar, og kærð voru til aganefndar, hafi verið túlkuð á þann hátt að ég væri að vega að æru og starfsheiðri dómara leiksins. Það var alls ekki ætlun mín. 

Ég geri mér grein fyrir því að ég kom fram af virðingarleysi við handboltann og dómarastéttina, og þarf að vanda orðaval mitt betur þannig að ekki fari á milli mála hvað ég meina í viðtölum.

Með handboltakveðju,

Kristján Örn Kristjánsson