Olís deildin | Hefjum leik!!

Til hamingju með daginn kæru leikmenn, þjálfarar, dómarar, starfsmenn og stuðningsmenn 🤾

Í dag hefst Olísdeildin með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:30.

FH – Afturelding
Fram – Grótta
Valur – Víkingur

Í fyrstu umferð verða allir leikir sem sjónvarpað verður í gegnum myndavélar Spiideo aðgengilegir á rásum 401 til 406 í sjónvarpsþjónustu Símans ásamt að á þeim rásum verða dagskrárgögn um tímasetningar leikja.

Stelpurnar hefja leik  á laugardaginn en þá fer fram heil umferð í Olís deild kvenna.

Við hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta á völlinn og styðja sitt lið í vetur 👏