Olís deild karla hefst í kvöld með tveim leikjum og verða þeir báðir í beinni á netinu.

Afturelding og Selfoss mætast að Varmá og Grótta mætir Fram á Seltjarnarnesi. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl.19.30.

Leikur Aftureldingar og Selfoss verður í beinni útsendingu á www.sporttv.is.

Hægt er að fylgjast með leiknum hér.

Leikur Gróttu og Fram verður í beinni útsendingu á Youtube síðu HSÍ.

Hægt er að fylgjast með leiknum hér.