Leikur 3 í viðureign Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla fer fram í kvöld. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði klukkan 18.15. Haukar leiða einvígið 2-0 og geta með sigri komist í úrslitaeinvígið.

Liðin hafa leikið í sömu deild undanfarin þrjú keppnistímabil og mæst 17 sinnum á þeim tíma. Í þessum viðureignum hafa Haukar sigrað 9 sinnum, ÍBV sigrað 7 sinnum en einu sinni hafa liðin skilið jöfn. Markatala liðanna í þessum leikjum er Haukar 435 – 404 ÍBV. Hér að neðan má sjá viðureignir liðanna á þessum tíma.

Olísdeild karla og úrslitakeppni 2015/16

Haukar – ÍBV
19-21

ÍBV – Haukar
23-28

Haukar – ÍBV
29-24

Haukar – ÍBV
29-24*

ÍBV – Haukar
33-34*

*Úrslitakeppni leikir 1 og 2

Olísdeild karla og bikar 2014/15

Haukar – ÍBV
23-26

ÍBV – Haukar
17-21

ÍBV – Haukar
22-22

ÍBV – Haukar
23-21

Olísdeild karla og úrslitakeppni 2013/14

ÍBV – Haukar
18-30

Haukar – ÍBV
30-24

Haukar – ÍBV
22-23

Haukar – ÍBV
29-28

ÍBV – Haukar
25-23

Haukar – ÍBV
26-19

ÍBV – Haukar
27-20

Haukar – ÍBV
28-29