Íslenskir þjálfarar héldu áfram að skrá nöfn sín í sögubækurnar en alls unnu þrír þjálfarar til verðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó.

Guðmundur Þórður Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum eftir frábæran sigur á Frökkum og eru þetta fyrstu gullverðlaun Dana á Ólympíuleikum frá upphafi.

Þá unnu lærisveinar Dags Sigurðssonar í Þýskalandi til bronsverðlauna eftir sigur á Póllandi og norsku stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar unnu einnig til bronsverðlauna eftir öruggan sigur á Hollandi.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum frábæru þjálfurum og óskar HSÍ þeim til hamingju.