Nú um helgina er hingað komið dómarapar frá Noregi í tengslum við dómaraskipti á Norðurlöndunum. Þeir Magnus Myri Nygren og Vegard Kalløkkebakken hafa reynslu í efstu deildum í Noregi og eru auk þess komnir af stað í EHF youth referee.

Í september fóru þeir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson til Noregs og dæmdu þar tvo leiki í efstu deild karla og kvenna. Mikil ánægja hefur verið hjá dómurum með þetta fyrirkomulag þar sem þeim gefst kostur á að kynnast starfinu í öðrum löndum og fá þar mikilvæga reynslu.

Þeir Nygrein og Kalløkkebakken dæma þrjá leiki í þessari ferð, í kvöld munu þeir vera í Austurbergi og dæma leik ÍR og FH í Olísdeild karla. Á föstudag fara þeir austur fyrir fjall og dæma leik Selfoss og Stjörnunnar í 1.deild karla, þá munu þeir dæma leik Stjörnunnar og Selfoss í Mýrinni á laugardaginn.