Valur er Íslandsmeistari í 3.fl karla eftir sigur á Fjölni/Fylki, 37-29.

Fyrri hálfleikur var æsispennandi og var jafnt á flestum tölum en Fjölnir/Fylkir leiddi með einu marki í hálfleik 17-16.

Valsdrengir mættu hins vegar mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótt öruggri forystu sem þeir létu aldrei af hendi og lönduðu loks öruggum sigri 37-29.

Arnór Snær Óskarsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 11 mörk fyrir Val.

Við óskum Valsmönnum til hamingju með titilinn.