Ákveðið hefur verið að seinka fyrirhuguðu námskeið fyrir tímaverði og ritara sem fram átti að fara fimmtudaginn 3.september. Ný tímasetning er mánudagurinn 7.september milli kl.18.30 og 22.00. Mikilvægt er að allir sem hyggjast starfa sem tímaverðir og ritarar á leikjum í meistaraflokki karla og kvenna, mæti á þetta námskeið. Kynnt verður meðal annars ný regla er varðar markmenn sem tekin verður upp í vetur.

Námskeiðið verður haldið í fundaraðstöðu ÍSÍ í Laugardal.

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til föstudagsins 4.september og fer skráning fram á robert@hsi.is.