Í dag var dregið í 32 liða úrslit EHF keppninnar. Þar voru Haukar í pottinum og fá þeir að kljást við Arnór Atlason og félaga í St Raphael. Haukar eiga fyrri leikinn á heimavelli og fer hann fram helgina 21.-22. nóvember. Síðari leikurinn verður í Frakklandi viku síðar, 28.-29.nóvember.

Í Challenge Cup hafði þegar verið dregið í þessari umferð og þar mætir ÍBV portúgalska liðinu Benfica, fyrri leikurinn fer fram helgina 21.-22. nóvember í Vestmannaeyjum. Viku síðar fara Eyjamenn svo til Portúgals  í síðari leikinn.

Þá hafði einnig verið dregið fyrr í EHF keppni kvenna þar sem Fram spilar. Fram drógst gegn rúmenska liðinu H.C.M. Roman og byrja Framstúlkur á útileik helgina 14.-15. nóvember. Heimaleikurinn verður svo spilaður viku síðar í Safamýri.