Mótanefnd HSÍ hefur móttekið bréf Stjörnunnar frá 25. apríl 2017, þar sem óskað er eftir að mótanefnd endurskoði ákvörðun um úrslitin 10-0 í leik Gróttu og Stjörnunnar í mfl. kv. sem leikinn var 23.04.2017. 

Það er mat mótanefndar að í bréfi Stjörnunnar komi ekki neitt nýtt fram sem kalli á að endurskoðun á ákvörðun mótanefndar. 

Ákvörðun mótanefndar, sem útgefin var þann 24.04.2017 um að Stjarnan tapi leiknum 0-10 stendur

Er bent á að hlutaðeigandi getur kært ákvörðun mótanefndar til dómstóls HSÍ innan 24 tíma frá því að tilkynning um hana berst.