Deildakeppnum í Olís deildum karla og kvenna og 1. deildum karla og kvenna lýkur 8. apríl. Vegna fyrirspurna skal tekið fram hér hvernig fyrirkomulag er í deildunum með tilliti til næsta tímabils og úrslitakeppninnar.

Olís deild karla:

• 8 liða úrslitakeppni hefst 10. apríl

• 2 lið falla í 1. deild

• Verði 20 lið eða fleiri skráð til keppni tímabilið 2017-2018 verður fjölgað í 12 lið

• Verði fjölgað, koma þrjú lið upp úr 1. deild karla og eitt lið úr Olís deild heldur sæti sínu (9. sæti)

• Lið í 10. sæti fellur alltaf í 1. deild

• Skráningafrestur er til 9. maí 2017

1. deild karla:

• Fjölnir hefur tryggt sér sæti í Olís deildinni á næsta tímabili

• Lið í sætum 2-5 fara í umspil um laust sæti í Olís deild sem hefst 19. apríl

• Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum til að komast í úrslitaleik um laust sæti í Olís deild

• Lið sem vinnur þrjá leiki í úrslitum fer í Olís deildina

• Verði 20 lið eða fleiri skráð til keppni tímabilið 2017-2018 fer liðið sem tapar úrslitaleiknum einnig upp í Olís deildina

Olís deild kvenna:

• Fjögur lið fara í úrslitakeppnina sem hefst 20. apríl

• 1 lið fellur í 1. deild

• 1 lið fer í umspil um laust sæti á næsta tímabili (7. sæti)

1. deild kvenna:

• Eitt lið fer beint upp í Olís deild kvenna

• Lið 2-4 fara í umspil um laust sæti í Olís deild ásamt liðinu í 7. sæti Olís deildar