Mótamál | Evrópukeppnir félagsliða 2021-2021

Að loknu keppnistímabili er komið í ljós hvaða lið hafa áunnið sér sæti í Evrópukeppnum félagsliða á næsta keppnistímabili.

Karlalið Vals og kvennalið KA/Þórs fá sæti í European League (áður EHF Cup) sem Íslandsmeistarar.

Karlalið Hauka, FH og Selfoss og kvennalið Fram, Vals og ÍBV fá sæti í European Cup (áður EHF Challenge Cup) fyrir árangur í Olísdeildinni sl. vetur.

Skráningu í Evrópukeppnir lýkur í byrjun júlí.