Mótamál | Breyting á fjölda á leikskýrslu

Á formannafundi HSÍ mið. 1. september sl. kom fram tillaga um að fjölga leikmönnum á leikskýrslu í samræmi við það sem gerist í alþjóðlegum handknattleik. Stjórn HSÍ samþykkti þessa breytingu á fundi sínum í dag og hefur reglugerð því verið breytt.

Hér eftir verða því leyfðir 16 leikmenn á skýrslu í meistaraflokki.

Þá hefur einnig verið ákveðið að heimila 5 starfsmenn á bekk í meistaraflokki.

Nýja leikskýrslu má finna á heimasíðu HSÍ en hana má nota bæði í meistaraflokki og yngri flokkum, leikskýrsluna má finna HÉR.

Þó er rétt að benda á að í yngri flokkum verða áfram 14 leikmenn á skýrslu að hámarki og 4 starfsmenn á bekk.