Grótta vann Stjörnuna í kvöld í frábærum handboltaleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Það var Grótta sem leiddi nánast allan leikinn en Stjörnukonur neituðu að leggja árar í bát og í lok venjulegs leiktíma stóðu leikar jafnir, 25-25.

Aftur var jafnt eftir framlengingu, 25-25. Það var ekki fyrr en eftir tvær framlengingar að Grótta tryggði sér sigur í leiknum 32-31.

Mörk Gróttu:

Lovísa Thomp­son 7, Unn­ur  Ómars­dótt­ir 7, Sunna María Ein­ars­dótt­ir  5, Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir 5, Lauf­ey Ásta Guðmunds­dótt­ir 3, Edda Þór­unn Þór­ar­ins­dótt­ir 2, Emma Havin Sar­d­ar­dótt­ir 2, Anna  Katrín Stef­áns­dótt­ir 1.

Mörk Stjörnunnar:

Helena Rut Örvars­dótt­ir 12, Hanna Guðrún Stef­áns­dótt­ir 7, Rakel Dögg Braga­dótt­ir 3, Stef­an­ía Theo­dórs­dótt­ir 3, Sól­veig Lára Kjærnested 3, Esther Vikt­oría Ragn­ars­dótt­ir 2, Bryn­hild­ur Kjart­ans­dótt­ir 1.