Meistarakeppni karla fór fram fyrr í kvöld, Haukar unnu Val í háspennuleik í Schenker-höllinni.

Það voru Haukar sem byrjuðu betur en Valsmenn voru aldrei langt undan. Í hálfleik höfðu Haukar tveggja marka forskot, 11-9.

Svipað var uppá teningnum í síðari hálfleik, þar til á lokamínútunum þegar Valsmenn jöfnuðu og áttu möguleika að komast yfir. En að lokum voru það Haukar sem fengu vítakast og tryggðu sér sigurinn á lokasekúndunum.

Mörk Hauka:

Adam Haukur Baumruk 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Elías Már Halldórsson 3, Daníel Þór Ingason 2, Hákon Daði Styrmisson 2, Janus Daði Smárason 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.

Mörk Vals:

Anton Rúnarsson 6, Vignir Stefánsson 6, Sveinn Aron Sveinsson 4, Alexander Örn Júlíusson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.