Meistarakeppni HSÍ | Valur meistari

Meistarakeppni HSÍ markar alltaf upphaf þeirrar handboltaveislu sem komandi vetur býður upp á og í kvöld mættust meistarar síðasta tímabils, Valur og Haukar.

Valsmenn mættu grimmir til leiks og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik með Björgvin Pál Gústavsson í marki. Þegar dómarar leiksins blésu til hálfleiks var staðan 15 – 12 Valsmönnum í vil.

Í seinni hálfleik héldu Valsmenn uppteknum hætti og héldu forustu sinni allt til enda. Valur er sigurvegari Meistarakeppni HSÍ 2021 eftir 28 – 24 sigur á Haukum.

Til hamingju Valsmenn!

Mörk Vals: Tumi Steinn Rúnarsson 6, Þorgils Jón Svölu Baldursson 5, Magnús Óli Magnússon 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Finnur Ingi Stefánsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Einar Þorstein Ólafsson 1, Arnór Snær Óskarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15.

Mörk Hauka: Þráinn Orri Jónsson 5, Geir Guðmundsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Darri Aronsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Atli Már Báruson 1, Halldór Ingi Jónasson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8, Stefán Huldar Stefánsson 6.

Meistarakeppni HSÍ kvenna fer fram á sunnudaginn þegar KA/Þór og Fram eigast við á Akureyri og hefst leikurinn kl. 14:15.

Ljósmynd Mummi Lú Ljósmyndari