ÍBV er meistari meistaranna eftir sannfærandi sigur gegn Fram, 30-26, í Meistarakeppni HSÍ. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda og náðu mest 10 marka forystu. Silfurhafarnir úr Coca-Cola bikarnum náðu þó að rétta sinn hlut undir lokin og minnka muninn niður í þrjú mörk. Lengra náðu þeir ekki og 4 marka sigur Eyjamanna staðreynd.

Til hamingju ÍBV.

Olísdeildin hefst svo af fullum krafti með frábærum leikjum í fyrstu umferð.
Allt um það hér.

Meistarakeppni HSÍ kvenna fer fram fimmtudaginn 13. september en þar mætast Fram og Haukar í Safamýrinni. Olísdeild kvenna hefst svo laugardaginn 15. september.
Allt um það hér.