Íslandsmeistarar Fram unnu bikarmeistara Stjörnunnar í kvöld í Meistarakeppni HSÍ.

Stjarnan hafði undirtökin í fyrri hálfleik og hafði 4 marka forystu í hálfleik, 13-17.

Þegar fimmtán mínútur voru eftir hafði Framliðið jafnað leikinn og tóku þá við æsispennandi lokamínútur. Þar voru Framstúlkur sterkari og höfðu að lokum þriggja marka sigur, 30-27.

Markaskorarar Fram:

Sigurbjörg Jóhannsdóttir 9, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Ragnheiður Ósk Ingvarsdótir 1, Marthe Sördal 1.

Markaskorarar Stjörnunnar:

Rakel Dögg Bragadóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Ramune Pekarskyte 4, Stefanía Theodórsdóttir 4, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1, Elena Birgisdóttir 1.