Meistarakeppni HSÍ kvenna | Valur meistari

Meistarakeppni HSÍ kvenna var leikin í dag er Íslandsmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals áttust við í Framhúsinu Úlfarsárdal. Valsstúlkur voru sterkari í upphafi leiks og komust í 0 – 3 eftir 7 mínútna leik og þá tóku Framstúlku við sér og jöfnuðu metinn á 17 mínútu fyrri hálfleiks í 5 – 5. Þegar flautar var til hálfleiks þá var Valur yfir 9 – 11.

Valsstúlkur mætti grimmari til seinni hálfleiks og leiddu allan síðari hálfleik og voru mest með fimm marka forustu á Fram. Leikurinn endaði með  19 – 23 sigri Vals og Valsstúlkur því sigurvegari Meistarakeppni HSÍ kvenna 2022.

Til hamingju Valur!

Markaskorarar Vals:
Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Mariam Eradze 5, Thea Imani Sturludóttir 3, Margan Marie Þorkelsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1 og Auður Ester Gestsdóttir 1 mark.
Sara Sif Helgadóttir varði 11 skot og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 2 skot.

Markaskorarar Fram:
Steinunn Björnsdóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1 og Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1 mark.
Hafdís Renötudóttir varði 6 skot og Soffía Steingrímsdóttir 3 skot.

Olísdeild kvenna hefst fimmtudaginn 15. september nk. þegar Stjarnan og Fram eigast við.