Meistarakeppni HSÍ kvenna | Fram – Valur í dag

Handknattleikstímabilið fer formlega af stað í dag í kvennahandboltanum með Meistarakeppni HSÍ en þar mætast Íslandsmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals.

Leikið verður í Framhúsinu Úlfarsárdal og hefst leikurinn kl. 13:30. Að sjálfsögðu verður leikurinnn í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.

Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn, styðja sitt lið og sjá hágæða handbolta. Miðasala á leikinn er í gegnum Stubbur App.

Í Vestmannaeyjum leikur ÍBV í dag við ísraelska liðið Holon HC í Evrópubikarkeppni karla. Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður honum streymt á ÍBV TV. Liðið eigast við að nýju á morgun kl. 16:00.