Meistarakeppni HSÍ karla | Valur meistari

Handboltavertíðin hófst formlega í dag þegar Valur og KA mættust í Meistarakeppni HSÍ karla í Origo höllinni. Mikill hraði einkenndi leik beggja liða á upphafsmínútum leiksins en Valsmenn náðu góðri forustu þegar leið á fyrri hálfleik. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 21 – 15 Valsmönnum í vil.

Í upphafi seinni hálfleik náðu KA menn að minnka forskot Vals niður í fjögur mörk og staðan 24 – 18. Eftir það höfðu Valsmenn yfirhöndina í leiknum og þegar flautað var til leiksloka var staðan 37 – 29 og Valur því sigurvegari Meistarakeppni HSÍ karla 2022.

Til hamingju Valsmenn!!

Meistarakeppni HSÍ kvenna verður leikin næstkomandi laugardag en þá mætast Fram og Valur í Framhúsinu Úlfarsársdal kl. 13:30.