Meistarakeppni HSÍ karla | ÍBV meistari

Handboltavertíðin hófst formlega í dag þegar að Íslandsmeistarar ÍBV og Bikarmeistarar Aftureldingar mættust í Meistarakeppni HSÍ karla í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. ÍBV leiddi leikinn í hálfleik 16 – 12 en leikurinn endaði með 30 – 25 sigri ÍBV.

HSÍ óskar ÍBV til hamingju með titilinn!

Meistarakeppni HSÍ Kvenna fer fram á morgun Íslandsmeistarar Vals mæta Bikarmeisturum ÍBV. Leikið verður í Origo höllinni og hefst leikurinn kl. 17:30. Leiknum verður streymt á Valur TV.