Markvarðaþjálfun HSÍ | Æfing í Víkinni á sunnudaginn

Áfram halda markvarðaæfingarnar, það var frábær æfing síðasta sunnudag í Víkinni þar sem unnið var með 9m skot. Næstkomandi sunnudag (30.okt) er komið að næstu æfingu hjá okkur og sem fyrr verðum við í Víkinni klukkan 10:00. Nýtt þema á dagskrá þar sem unnið verður með hornaskot.

Tilgangurinn er ekki einungis að taka góða æfingu heldur einnig að hittast, ræða málin og læra æfingar sem markverðirnir geta svo gert hjá sínu félagsliði.

Allir velkomnir, iðkendur og foreldrar!

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Markvarðateymi HSÍ.