Markmannsæfingar HSÍ | Æfingar alla sunnudaga í vetur

Nú er tímabilið komið á fullt og því ekki seinna vænna að fara að huga að markvarðaþjálfun. HSÍ ætlar eins og undanfarin ár að standa fyrir æfingum fyrir markverði félagsliðanna. Æft verður í Víkinni í vetur frá klukkan 10:00 – 11:00.

Þjálfarar markvarðateymis HSÍ munu sjá um æfingarnar í vetur en þeir eru allir þrautreyndir markverðir og þjálfarar.
Æfingarnar eru þematengdar og mismunandi fyrir hvaða aldur og kyn hver æfing er.Fyrsta æfing vetrarins verður núna á sunnudaginn, 3. október og verður hún fyrir alla aldurshópa + stelpur og stráka. = Allir velkomnir. Einnig væri gaman að sjá þjálfara félagsliðanna mæta og fylgjast með sem og mömmu og pabba.

Markverðirnir sem taka þátt í æfingunni eru beðnir um að hafa með sér bolta, vatnsbrúsa og sippuband.