Þá er komið að leik númer tvö hjá Selfossi og KA/Þór í úrslitum um sæti í Olís deild kvenna. Selfoss er 1-0 yfir eftir að hafa unnið fyrsta leik liðana 29-24.

KA/Þór hafnaði í öðru sæti í 1.deild kvenna eftir úrslitaleik á móti Fjölni. KA/Þór vann síðan undanúrslit umspilsins 2-1 á móti FH. Selfoss hafnaði í 7 sæti Olís deildar kvenna og vann HK í undanúrslitum umspilsins 2-0. KA/Þór eru enn taplausar á heimavelli og má því búast við hörkuleik. 

LEIKUR DAGSINS: 

18.00
KA/Þór – Selfoss    
KA heimilið

        
Bein útsending á KA TV