Þá er komið að leik númer tvö hjá ÍR og KR í úrslitum um sæti í Olís deild karla. ÍR er 1-0 yfir eftir að hafa unnið fyrsta leikinn nokkuð sannfærandi 37-28.Leikir liðanna í vetur: 21. okt.
    ÍR – KR        27-27


3. mars
    KR – ÍR        26-33

Markahæstu leikmenn hjá ÍR í vetur eru þeir Jón Kristinn með 158 mörk í 22 leikjum og Halldór Logi með 75 mörk í 21 leik. Hjá KR eru það þeir Bergur Elí með 120 mörk í 22 leikjum og Arnar Jón með 107 mörk í 22 leikjum. 

LEIKUR DAGSINS:

19.30
KR – ÍR
DHL Höllin