Tveir leikir eru á dagskrá í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í dag. Annars vegar Fram-Haukar og hins vegar Stjarnan-Grótta. Fram hefur unnið báða leikina gegn Haukum og getur því með sigri í dag komið sér áfram í úrslitaviðureignina. Í hinni viðureigninni er staðan einnnig 2-0 Gróttu í vil og Gróttustelpur geta því einnig tryggt sig áfram í úrslitaviðureignina. 

Fram hefur verið með yfirhöndina gegn Haukum í viðureignum liðanna í vetur og unnið þrjá af fjórum leikjum.  

Leikir liðanna í vetur:

24. sept.
    Haukar – Fram
       20-24

15. nóv.
    Fram – Haukar
       17-16

11. feb.
    Haukar – Fram
       26-23

23. feb.
    Haukar – Fram
       21-28
   undanúrslit í bikarkeppni Coca Cola

Markahæst í vetur hjá Haukum er Maria Ines Da Silve Pereira með 104 mörk í 21 leik og hjá Fram er það Ragnheiður Júlíusdóttir með 137 mörk í 21 leik.

Lið Gróttu og Stjörnunnar ættu að vera farin að þekkja hvort annað vel þar sem þau hafa mæst ýmist í úrslitum eða undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðustu fjögur árin. Leikir liðanna eru oftast jafnir og spennandi og liðin hafa skipst á að vinna. Stjarnan sló Gróttu út í undanúrslitum árið 2014 en síðustu tvö ár hefur Grótta haft betur í úrslitaviðureignum. Stjarnan hefur því harma að hefna.

Leikir liðanna í vetur:

24. sept.
    Stjarnan – Grótta
        29-26

19. nóv.
    Grótta – Stjarnan
        20-21

4. mars
    Grótta – Stjarnan
        28-24

Markahæst hjá Stjörnunni í vetur er Helena Rut Örvarsdóttir með 112 mörk í 21 leik og hjá Gróttu er það Lovísa Thompson með 110 mörk í 20 leikjum.

LEIKIR DAGSINS:

19.30
Fram – Haukar
Framhús



20.00
Stjarnan – Grótta
       TM höllin

       
Bein útsending á RÚV2