Komið er að leik númer tvö hjá Val og Fram í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Valur er 1-0 yfir í einvíginu eftir að hafa unnið fyrst leikinn nokkuð sannfærandi 23-31. 

Leikir liðanna í vetur:

5. okt.
Valur – Fram
31-25

8. des.
Fram – Valur
30-23

18. mars
Fram – Valur
        20-18

Markahæstir hjá Val í vetur eru þeir Anton Rúnarsson með 127 mörk í 27 leikjum og Josip Juric Gric með 110 mörk í 23 leikjum. Báðir eru þeir með tæplega 5 mörk að meðaltali í hverjum leik. Hjá Fram eru markahæstir þeir Arnar Birkir Hálfdánsson með 164 mörk í 27 leikjum og Andri Þór Helgason með 135 mörk í jafnmörgum leikjum.

LEIKUR DAGSINS:

20.00
Valur – Fram
    Valshöll

        
Bein útsending á RÚV2