Úrslit Olísdeildarinnar halda áfram í kvöld og nú er leikið bæði í karla og kvennaflokki.

Í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna mætast Stjarnan og Fram öðru sinni í kvöld kl. 18.30 í Framhúsinu. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Fram, en fyrsta leiknum lauk með eins marks sigri Fram 25-24.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.

Úrslitaeinvígi Olísdeildar karla hefst í kvöld í Kaplakrika en þar mætast FH og Valur kl. 20.15. Þessi lið léku seinast til úrslita fyrir 24 árum og birti RÚV myndir úr því einvígi í dag sem má sjá hér fyrir neðan.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.Myndband af facebook síðu RÚV Íþróttir.