Komið er að oddaleik í viðureign ÍR og Þróttar um laust sæti í Olísdeildinni. ÍR vann báða leiki liðanna í 1.deild í vetur og fyrsta leikinn í umspilinu. Þróttur jafnaði síðan metin á heimavelli síðastliðinn laugardag þannig að staðan í einvíginu er 1-1. Allt opið og spennandi að sjá hvernig fer í kvöld.

Þeir leikmenn sem hafa verið atkvæðamestir í einvíginu eru Daníel Ingi Guðmundsson með 15 mörk og Davíð Georgsson með 7 mörk fyrir ÍR og fyrir Þrótt eru það Óttar Filipp Pétursson með 11 mörk og Styrmir Sigurðarson með 10 mörk.

Leikir liðanna í vetur:

25. nóv.
       ÍR – Þróttur
33-28

31. mars
Þróttur – ÍR
26-34

Markahæstir hjá ÍR í vetur voru þeir Jón Kristinn Björgvinsson með 158 mörk í 22 leikjum og Halldór Logi Árnason með 75 mörk í 21 leik. Hjá Þrótti voru það þeir Jón Hjálmarsson með 106 mörk í 22 leikjum og Styrmir Sigurðarson með 89 mörk í jafnmörgum leikjum.

LEIKUR DAGSINS:

19.30
ÍR – Þróttur
Austurberg