KA/Þór varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks kvenna eftir sigur á Val 28-26 í æsispennandi framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22 og í hálfleik var staðan 13-11 KA/Þór í vil.

Maður leiksins var valin Bergrós Ásta Guðmundsdóttir leikmaður KA/Þór en hún skoraði 14 mörk í leiknum.