KA/Þór varð í dag Coca-Cola bikarmeistari í 4.fl.kv.E eftir sigur á Fylki í úrslitaleik í Laugardalshöll, 20-12. KA/Þór hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 10-7.

Mörk Fylkis: Irma Jónsdóttir 4, Birna Kristín Eiríksdóttir 3, Berglind Björnsdóttir 2, Sóley Edda Karlsdóttir 1, Díana Ósk Gísladóttir 1, Arndís Lund 1.

Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8.

Mörk KA/Þórs: Helena Tómasardóttir 5, Una Kara Vídalín 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Kristín Jóhannsdóttir 4, Lísbet Perla Gestsdóttir 2.

Varin skot: Arnrún Eik Guðmundsdóttir 19.

Maður leiksins: Arnrún Eik Guðmundsdóttir, KA/Þór.