Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að kalla á þær Jónu Margréti Ragnarsdóttir og Söndru Sif Sigurjónsdóttir, leikmenn Stjörnunnar, í æfingarhóp Íslands fyrir leikina gegn Finnlandi og Slóvakíu í næstu viku í undankeppni EM.

Er það vegna þess að þær Arna Sif Pálsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir eiga við meiðsli að stríða.