U-17 ára landslið Íslands vann góðan sigur á Norðmönnum í fyrsta leik á Ólympíuleikum æskunnar í Maribor í kvöld.
Ísland var undir 18-16 í hálfleik en góður varnarleikur og frábær markvarsla skóp góðan sigur Íslands 34-32. Íslenska liðið sýndi frábæran karakter í leiknum og sterk liðsheild skipti miklu í kvöld.
Mörk Íslands skoruðu;
Dagur Árni Heimisson 8, Ágúst Guðmundsson 11,
Jens Bragi Bergþórsson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Magnús Dagur Jónatansson 2, Aron Daði Stefánsson 2, Hugi Elmarsson 2, Antoine Óskar Pantano 1, Bernard Kristján 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1.
Óskar Þórarinsson átti virkilega góðan dag og varði 18 skot og var með 47% markvörslu.
Ísland leikur við Þýskaland á morgun kl. 18:30 á íslenskum tíma.