U17 ára landsliðið í handknattleik karla lék frábærlega gegn heimamönnum Slóvena í gærkvöldi í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Ólympíudaga Evrópuæskunnar í Maribor. Íslensku piltarnir gerðu sér lítið fyrir og urðu fyrstir til þess að vinna Slóvena og það mjög sannfærandi, 31:27. Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17.
Mörk Íslands: Jens Bragi Bergþórsson 9, Ágúst Guðmundsson 7, Aron Daði Stefánsson 6, Dagur Árni Heimisson 3, Magnús Dagur Jónatansson 3, Stefán Magni Hjartarson 2, Hugi Elmarsson 1.

Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 15/2, Óskar Þórarinsson 5.