Íslensku drengirnir í u-17 karla sigruðu Noreg öðru sinni í dag á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Maribor í Slóveníu. Sigurinn í dag var af sætari gerðinni en Dagur Árni Heimisson skoraði sigurmark Íslands rétt áður en flautan gall. Íslenska liðið hafnaði í 5. sæti á mótinu eftir góða sigra á Norðmönnum, Slóvenum og Svartfellingum.
Mörk Íslands: Jens Bragi Bergþórsson 9/1, Stefán Magni Hjartarson 6, Dagur Árni Heimisson 3, Hugi Elmarsson 3, Antoine Óskar Pantano 3, Ágúst Guðmundsson 2, Aron Daði Stefansson 2/2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 2.
Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 9, Óskar Þórarinsson 8.
Samanlagt hafa Íslensku drengirnir sigrað 13 af þeim 17 leikjum sem þeir hafa leikið í sumar sem verður að teljast frábær árangur.
Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu drrengjum í framtíðinni