Íslensku strákarnir í u-19 unnu frábæran sigur á þjóðverjum 21-27 í seinni leik sýnum á Nations Cup.

Fyrri hálfleikur var jafn en Þjóðverjar þó með frumkvæðið og staðan 14-12 að honum loknum. Ísland skoraði fyrstu 3 mörkin í seinni hálfleik og komst yfir eftir 37 mín. Það sem eftir lifði leiks jók íslenska liðið forystuna jafnt og þétt og vann að lokum öruggan 6 marka sigur.

Ísak Steinsson markvörður átti annan stórleikinn í röð og var með 12 bolta varða. Einnig var Ívar Bessi öflugur í vörninni ásamt Össuri Haraldssyni sem skoraði 8 mörk.

Með þessum sigri tryggði Ísland sér sigur á mótinu en mætir þjóðverjum í æfinga leik á sunnudag.

Markaskorarar Íslands voru
Össur Haraldsson 8, Reynir Þór Stefánsson 6, Eiður Valsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Elmar Erlingsson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1, Birkir Steinsson 1
Hans Jörgen Ólafsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.

Varin skot: Ísak steinsson 12 og Breki Hrafn Árnason 3.