Úrslit réðust á Íslandsmótinu í handknattleik í 5. og 6.flokki, bæði eldri og yngri, um nýliðna helgi. Haukar, Stjarnan, KA og ÍBV fögnuðu Íslandsmeistaratitlum við dúndrandi undirtektir. 

Haukar urðu Íslandsmeistarar í 6.flokki karla Y, Fram varð í öðru sæti og ÍR í því þriðja.

Stjarnan fagnaði sigri í 6.flokki kvenna Y, Haukar urðu í öðru sæti og Valur í þriðja sæti.

KA varð Íslandsmeistari í 5.flokki karla Y, HK varð í öðru sæti og Afturelding í þriðja sæti.

ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 5.flokki kvenna Y, Afturelding varð í öðru sæti og Fylkir í þriðja sæti.

Meðfylgjandi mynd er fengin að láni af heimasíðu KA,
www.ka.is.