Nú um síðustu helgi lauk Íslandsmótum vetrarins í 5.-6. flokki og voru Íslandsmeistarar krýndir.

Í 5.flokki karla eldri varð KA Íslandsmeistarar með 15 stig en í öðru sæti urðu Haukar með 11 stig og í því þriðja Valur með 10 stig.

Í 5.flokki kvenna eldri varð ÍBV Íslandsmeistarar með 15 stig en í öðru sæti urðu HK með 10 stig og í því þriðja Afturelding með 9 stig.Í 6.flokki karla eldri varð Fram Íslandsmeistarar með 15 stig en í öðru sæti urðu Haukar með 14 stig og í því þriðja ÍR með 9 stig.Í 6.flokki kvenna eldri varð Valur Íslandsmeistarar með 15 stig en í öðru sæti varð Haukar einnig með 13 stig og í því þriðja ÍBV með 11 stig.