Íslenska U-19 landsliðið mætir liði Venesúela í lokaleik sínum í B-riðli heimsmeistaramótsins kl 5 í fyrramálið.

Í dag var enginn leikur hjá strákunum og notuðu þeim tímann m.a. til að skoða borgina og fara að álfumörkum Evrópu og Asíu. Í kvöld munu þeir svo fylgjast með leik í A-riðli og kynna sér mögulega mótherja í 16 liða úrslitum.

Meðfylgjandi mynd er tekin af liðinu á álfumörkunum, helmingurinn í Evrópu og hinn í Asíu.

Á álfumörkum Evrópu og Asíu

Þá brugðu strákarnir einnig á leik eins og sjá má eftirfarandi myndbandi.


Eins og áður hefur verið greint frá er Ísland öruggt með 1. sæti riðilsins fyrir leikinn. Norðmenn er eina liðið sem getur náð Íslandi að stigum og jafnvel þó það gerist, verður Ísland alltaf fyrir ofan á innbyrðis viðureign.

Venesúela, sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði aðþjóðahandboltans, hefur tapað öllum sínum leikjum hingað til og það með þó nokkrum mun. Þeir spiluðu samt sinn besta leik í gær gegn Egyptum, þar sem þeir töpuðu 51-28.

16-liða úrslit keppninnar hefjast svo á sunnudaginn og verður leikur Íslands kl 8:30.

Mótherjar Íslands er liðið sem endar í 4. sæti í  A-riðli og verða að öllum líkindum Pólland, S-Kórea eða Serbía.

Stöðuna í riðlinum og útslit leikja má sjá hér:

http://uralhandball2015.com/en/match/

Leikinn er hægt að sjá í beinni hér:

http://uralhandball2015.com/stream-uralec.php

http://ihf.info/IHFCompetitions/WorldChampionships/MensYouthWorldChampionships/MensYouthWorldChampionshipRUS2015/livestreaming/tabid/7243/Default.aspx

Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á Twitter, Instagram og Vine

https://twitter.com/hsi_iceland

https://instagram.com/hsi_iceland/

https://vine.co/u/1173677325766844416