Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fagnaði í dag sigri í æfingaleik gegn því svissneska, 27-23. Staðan í hálfleik var 12-11 Íslandi í vil.

Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Íslands, skoraði 9 mörk, og Rut Arnfjörð Jónsdóttir skoraði 4 mörk. Hildigunnur Einarsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir skoruðu 3 mörk hvor, Birna Berg Haraldsdóttir, Ramune Pekarskyte og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoruðu 2 mörk hver og þær Sunna Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Liðin mætast aftur á laugardaginn, en íslenska kvennalandsliðið hefur dvalið í Sviss síðustu daga við æfingar.