Ísland og Suður Kórea mætast í fyrramálið kl 8:30, leikurinn er fyrsti leikur 16. liða úrslita á heimsmeistaramóti U-19 í Rússlandi. Leikurinn fer fram í Divs höllinni en Ísland hefur hingað til leikið í Uralets höllinni. ATH – breyttur linkur á beina útsendingu.Suður Kórea spilaði í A-riðli og endaði í 4. sæti eftir sigur á Póllandi og Síle, tap gegn Serbíu og Svíþjóð og jafntefli móti mjög sterku liði Ungverja. Ísland spilaði í B-riðli og sigraði alla andstæðinga sína í riðlakeppninni.

Suður Kórea hafa spilað “villtan” varnarleik á mótinu með framliggjandi 3-3 vörninni sinni og þegar þeir eru einum fleiri hafa þeir jafnvel farið í 0-6 vörn.

Aðra leiki 16. liða úrslita má sjá hér:

http://uralhandball2015.com/en/match/playoff.php

Þar sem leikurinn fer fram í Divs höllinni er breyttur linkur á beina útsendingu á síðu mótsins:

http://uralhandball2015.com/stream-divs.php

Sem fyrr er hægt að horfa á báðar útsendingarnar á heimasíðu IHF:

http://ihf.info/IHFCompetitions/WorldChampionships/MensYouthWorldChampionships/MensYouthWorldChampionshipRUS2015/livestreaming/tabid/7243/Default.aspx

Leikina sem fara fram í Uralets höllinni er hægt að fylgjast með hér:

http://uralhandball2015.com/stream-uralec.php

Einnig uppfærum við stöðu á meðan leik stendur á Twitter, Instagram og Vine, þá uppfærum við Facebook síðu sambandsins með fréttum af mótinu.

https://twitter.com/hsi_iceland

https://instagram.com/hsi_iceland/

https://vine.co/u/1173677325766844416

https://www.facebook.com/handknattleikssambandislandsMynd Stéphane Pillaud/IHF