U-19 ára landslið karla vann glæstann sigur á Svíum 31-29 í úrslitaleik á Opna Evrópumótinu sem lauk í Gautaborg í kvöld.

Sænska liðið var skrefi á undan í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik 16-13. Íslenska liðið kom hins vegar feiki sterkt til leiks í seinni hálfleik og þegar rúmar 10 mínútur voru eftir leiddi íslenska liðið 28-25. Svíar gáfust ekki upp og náðu að minka muninn í eitt mark og við tóku æsispennandi lokamínútur. Strákarnir héldu þó út og lönduðu tveggja marka sigri og tryggðu sér titilinn.

Glæsilegur sigur hjá strákunum og það verður gaman að fylgjast með drengjunum á HM í Rússlandi í ágúst.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Egill Magnússon 10, Ómar Ingi Magnússon 8, Óðinn Ríkharðsson 3, Kristján Örn Kristjánsson 3, Hákon Daði Styrmisson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Elvar Jónsson 1, Aron Pálsson 1 og Birkir Benediktsson 1.

Hér að neðan má sjá mynd af hópnum.