Í kvöld mætast Ísland og Portúgal í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna en leikið verður í Íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti og hefst leikurinn kl.19.30.

Miðaverð er kr. 1500 og er frítt fyrir 14 ára og yngri á leikinn og opnar miðasalan kl.17 í Austurbergi.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV Íþróttir.